Þetta með rýmið…

Þetta með rýmið, hvar byrja ég hvar endar þú, hvar set ég öðrum mörk og virði mörk annara.
Í tilfiningaveru minni og samskiftum við aðra hefur maður smá saman þurft að læra þetta að ég á mitt rými sem bæði ég og aðrir bera að virða og er bráðnauðsynleg pólitík í hamingjubúskapnum.

Svo er hitt þegar kemur að líkamlegum þörfum og andlegu rými þá virðist eins og allt sé á einu plani, allt það sem þarf til að tryggja mér gott viðurværi, hollan og góðan mat, hreint vatn og loft er samofið í tilveru plánettunar, allt virðist hafa áhrif hvort á annað svo við erum öll með samábyrgð.

Í andans heimi rennur allt saman í orkubylgjum alheimslögmála, það er allavega trú mín, til dæmis geta bænir haft áhrif á líðan fólks þvert yfir fjöll og fyrnindi, og þegar einstaklingar vitna um reynslu sína af uppljómun tala menn oft um að skynjun þeirra renni saman við alheimsskynjun þar sem ríkir algjör friður, fegurð og fögnuður.

Þessar vangavelltur eru auðvitað mikil eindöldun á stóru máli en það er gaman hvernig maður dílar við rýmið og ekki sé bara á því einn vinkill.

Það er gott að vera meðvitaður um þetta tvennt, að taka ábyrgð á mínu prívat rými og svo að taka ábyrgð á sameiginlegu rými okkar allra.

ást og friður