Sumarið að kveðja

Það er gaman að fylgjast með því hvernig nýlagðar þökurnar fara smá saman að renna saman við grasið sem fyrir var, gulleitir og fölir ferningarnir eru smá saman að fá á sig hraustlegt grænt útlit með fleirum og fleirum nýsprotnum einstaklingum því hvert strá er jú einstakt og samskeytin hverfa og allt er að renna saman í eina heild.

Það rignir og rignir og það er fallegt, það er fallegt að sjá hvað það gerir fyrir gróðurinn, vatnsbólstrar og þokuslæðingur sem liggur yfir dalnum í þessu kyrra veðri hjúpar allt einhverri sátt. Bústnir skógarþrestir hoppa á flötinni en starrinn heldur sig upp á greinunum og kettirnir eru inni síðast þegar ég vissi. Regndroparnir halda áfram að falla stöðugt en mildilega og maður sér þá forma hringi sína á pallinum í hvert sinn sem þeir lenda, sumarið er að búa sig undir að kveðja og ég er sáttur við þetta sumar sem afer, bara fegurð.

ást og friður