Miðvikudagur

Miðvikudagur er kanske ekki hæsti tinndurinn í fjallgarði daganna en hann er svona eins og prinssessan Ama Dablam í Himmalayafjöllunum, þar situr þessi fallegi fjallatindur umkrindur bræðrum og systrum mun hærri tinda en hvergi er eins fallegt útsýni til allra þessara fjalla eins og frá Ama Dablam.

Þannig er þessi miðvikudagur, að berast á öldufaldi dagsins og njóta þess að sjá til “helgarfjalla” en finna velheppnaða daga að baki og skynja vel “þetta er allt eitt risa flæði”.
Þó maður leytist við eð efla núvitund þá er gaman að finna fyrir öldu tímans undir iljunum og njóta þess að sörfa á toppnum.

ást og friður