Kambur

Kötturinn Kambur er með þetta eins og allir kettir, hann liggur og malar þar sem hann vill þegar hann vill og virðist slétt sama um hvað við erum að pæla. Það er enginn að halda kött til að éta hann að hausti, það er enginn að reyna að temja hann eða kúga, allir búnir að gefast upp á slíku, hann læðist og líður um þess á milli sem hann liggur fyrir en samt allra kvikinda sneggstur og að veiða og drepa, þar er hann meistari.

Mér finnst eins og kötturinn Kambur lúri á einhverjum sannindum sem væri fengur í að nálgast, en við látum okkur nægja í bili að klóra og klappa og kjasa ég og kötturinn, kanske það sé málið.

ást og friður