Kærleikur

Er komin með í hendurnar þýðingu frá Árna Óskarssyni á frábærri bók eða kveri sem fjallar um kærleikann, efnið er sótt í smiðju Buddiskra munka, fræðimanna á sviði sálfræði og lífræði og fjallar í stuttu máli um það af hverju kærleikurinn sé skynsamlegur valkostur á lífsins göngu, stöffið skilgreint niður í ræmur, fjallað um heilann og kenndir okkar á fræðilegan og fordómalausan máta og ekki verið að halda því fram að fólk sem er tengd við sinn kærleik sé eitthvað siðferðilega betri pappírar en aðrir, bara þetta þegar upp er staðið virðist það að tengja sig við kærleikann og efla samkenndina einfaldlega vera besti kosturinn í kjörbúðinni ef menn leita eftir hamingju.
Í bókinni eru settar fram ýmsar æfingar til þess að við getum stigið inn í þessa iðkun og sumar sóttar í skóla Buddista með tengingu við núvitund og fleira góðgæti.

Er að vinna að því að koma bókinni út í oktober, læt ykkur öll vita þegar þetta dettur inn.

ást og friður