Heima er best

Renndi upp að Þýli og var allur dalurinn ný þveginn og skínandi, þrifnaðar bólstrar yfir Eilífsdal og allir lækir og sprænur í mjólkurhvítum beljanda, allt ilmar af jörð og regni og litir landsins skýrir.

Stóðst ekki mátið og setti í fötu og skúraði gólfin að Þýli og laumaði harðfisktuggu að Ronju og Kambi en Kambi sýni ég sérstakelega mikla meðvirkni því hann hefur átt það til nú síðsumars að leggjast upp á nágranana þar sem hann hefur kreyst út eithvað feitmeti og flot með annálaðri ástúð sinni og sjarma og reiðbúin að snúa við manni baki ef betra er að hafa annarstaðar.
En nú hefur fækkað í bústöðunum svo Kambur mun væntanlega átta sig á því að heima er best.

ást og friður