Haustið

Haustið er að gera sig klárt í að stíga fram úr litafestingum sumarsins og koma til dyrana eins og það er klætt, það kemur með blöndu af melankolíu og glerhörðu raunsæi sem er mixtúta sem ég hef gaman af, safarík uppskera í berjlyngi sem er farið að roðna og gulna og við förum að keppast við að ná berjum í brúsa fyrir fyrstu frostnætur.

Krakkarnir eru að kaupa inn aðföng fyrir skólana, skemmtiferðaskipum fer að fækka og hlýrabolurinn sem ég ætlaði í í sumar fer aftur inn í skáp. Tímalínan á Streyminu fer að hallast í norður og úlpurnar fara að stíga niður af herðatrjánum og enn eigum við eftir frábæra daga síðsumars þar sem sólin hefur enn vinningin.

ást og friður.