Fjölskyldudagar

Sunnudagar eru oft fjölskylduvænir dagar, við reynum að gera eitthvað saman, fara með börnin á skemmtanir , hittast og heimsækja, kíkja til þeirra sem við höfum vanrækt, eða ef því er að skifta að halda til fjalla eða á haf út til þess að auðga líkama og sál.

Það er einhverskonar frelsis birta yfir sunnudeginum þó að í janúar sé og maður fær að snerta loforðin sín, allavega er það mikill munur frá því þegar sunnudagar voru snarbrattar brekkur ómælst erfiðis og harma með brotnum loforðum út um allt og hinn kvíðavænlegi mánudagur það eina sem beið manns. Þetta var á svokölluðum neyslu árum en þá gátu sunnudagarnir orðið bísna mikil erfiðis vinna.

En njótum dagsins.

ást og friður