Elta glóðina á sígarettunni

Stundum er skynsamlegast að aðhafast ekkert og hlusta ekki á ” ekki gera ekki neitt “þá leggur maður allt sitt traust í hið mikla fljót hreyfingarinnar þar sem bókstaflega allt velltist áfram í endalausri framvindu.

En þá getur það líka verið gott þegar maður stendur alveg tómur frammi fyrir hvítum striganum að láta pensil ráða för,grípa í efnin og hefjast handa án þess að hafa sett það niður fyrir sig hvert skuli halda.Eitt sinn fann ég þessa merkingu í íslensku ljóði sem var einhvernveginn svona ” ég ellti glóðina á sígarettuni”.

Sá sem hefur þetta traust á áttavita sem er glóðin á sígarettuni villist ekki meðan logar í rettuni.
Nú hefst ég handa, kaffi, ómálaður hungraður strigi, pennsill og gjöfular litatúpur eru með mér í liði og svo tónlist, þá er að stökkva…..

ást og friður.